Ég uppgötvaði dálítið skemmtilegt í kvöld. Ég á bloggsvæði á blogspot.com og er búin að eiga það í tæp 10 ár. Að vísu hef ég bara sett inn á það tvær færslur og kemst ekki inn til að bæta við. Ástæðan er sú að netfangið sem ég notaði á þeim tíma er ég löngu hætt að nota. Ég reyndi í nokkra klukkutíma í kvöld að endurheimta aðgang minn að þessu bloggi án árangurs og því byrja ég hér á nýju :)
Þetta er að vísu ekki gert til að blogga heldur svo ég geti lært að blogga og geti síðan notað þá kunnáttu til að þróa bloggforrit sem við notum í vinnunni.
Nóg í bili. Það er komin nótt.
No comments:
Post a Comment